Vegna lækkunar á áætluðum framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöð á Siglufirði þá hefur myndast tækifæri til að fara í 9 önnur verkefni og framkvæmdir í Fjallabyggð fyrir um 70,6 milljónir króna.
Um er að ræða viðauka sem Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt með tilfærslu fjármagns á milli verkefna.
Ekki hefur verið gefið út hvaða verkefni verður farið í fyrir þetta fé opinberlega.