Það hefur verið nóg að gera á skrifstofunni hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar á síðustu dögum og vikum. Nú í vikunni gengu í gegn 9 félagskipti hjá KF. Félagið safnar nú leikmönnum fyrir sumarið enda hafa margir máttarstólpar liðsins fært sig um set fyrir komandi tímabil, og þarf að fylla í þær stöður. Ungir leikmenn halda áfram að koma á lánssamningum til félagsins eins og undanfarin ár og nokkrir hafa gert ótímabundin félagskipti. Svo er einnig spurning hvort erlendir leikmenn komi rétt fyrir Íslandsmótið eins og undanfarin ár.

Nýir leikmenn:

Andri Snær Sævarsson kemur frá KA á ótímabundnum samningi, en hann hefur leikið sem lánsmaður sl. ár hjá KF og staðið sig virkilega vel.

Bjarki Baldursson kemur á láni frá Þór. Hann er 21 árs og spilaði með Tindastóli á síðustu leiktíð.

Björgvin Daði Sigurbergsson er uppalinn leikmaður KF og snýr til baka til liðsins frá Samherjum.

Helgi Már Kjartansson er kominn frá KA, hann er 18 ára og er að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki.

Ingi Freyr Hilmarsson er kominn frá Þór og er reynslumikill leikmaður sem getur spilað sem bakvörður og kantmaður.

Jón Óskar Sigurðsson kemur á lánssamningi frá Þór, en hann spilaði með Tindastóli á síðustu leiktíð.

Kristófer Andri Ólafsson kemur frá Samherjum, en hann hefur áður leikið nokkur tímabil með KF.

Ómar Logi Kárason kemur frá KA, hann er 20 ára og er að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki.

Þá var Valur Reykjalín Þrastarson farinn til Hauka, eins og við greindum frá fyrir nokkrum dögum.

Mynd frá Frétta- og fræðslusíða UÍF.