Alls eru 85 með covid á Norðurlandi og þá eru 233 komnir í sóttkví á svæðinu. Töluverð aukning hefur orðið síðustu daga en smit greindist meðal annars á leikskóla á Akureyri sem sendi talsverðan fjölda í sóttkví.

Alls greindust 119 síðasta sólahringinn á öllu landinu með covid.