82 smitaðir á Norðurlandi

Alls eru 82 með kórónuveiruna á öllu Norðurlandi, þar af 47 á Norðurlandi eystra og 35 á Norðurlandi vestra. Þá eru 192 í sóttkví á öllu Norðurlandi. Fjöldi smita á Norðurlandi er nú kominn upp í 1675, þá eru 40 á sjúkrahúsi og 11 á gjörgæslu.

Á Siglufirði eru 11 í sóttkví og einn í einangrun, og einn er í sóttkví í Ólafsfirði. Á Dalvík eru 11 í sóttkví og einn í einangrun.