Eins og flestum er kunnugt þá hefur Covid smitum fjölgað hratt á Norðurlandi eystra síðustu daga og er staðan sínu verst á Akureyri í póstnúmerum 600-607 en þar eru nú 82 virk smit og 1049 í sóttkví. Þá eru 9 virk smit á Húsavík og nágrenni og 241 í sóttkví sem hefur talsverð áhrif á allt samfélagið. 12 eru í sóttkví í Dalvíkurbyggð.
Aðgerðarstjórn LSNE hefur miklar áhyggjur af stöðunni og telja nauðsynlegt að allir hugi að sinni stöðu og vegi og meti hvað hver geti gert til að stoppa þá útbreiðslu sem er í gangi í dag. Ljóst er að sá aldur sem hvað mest virðist smitast í dag eru börn og unglingar á grunnskólaaldri, þá sér í lagi sá aldur sem ekki er bólusettur.
Aðgerðarstjórn LSNE vill því beina þeim tilmælum til þeirra sem hafa með æskulýðs- , íþrótta- og félagstarf að gera hjá börnum og unglingum á grunnskólaaldri að fresta viðburðum, fundum og æfingum fram yfir næstu helgi.
Hér má sjá stöðuna eins og hún er nú í morgunsárið.
May be an image of Texti þar sem stendur "Stab‘an kl. 08:00 05.10.21 Póstnúmer Sóttkvi Einangrun 580 600 601 603 604 605 606 605 1 385 4 12 42 3 1 1 36 0 42 1 0 3 0 0 0 7 5 1 0 507 610 611 616 620 621 625 626 630 640 641 645 650 660 670 671 575 676 680 681 685 3 223 18 1 0 5 4 0 2 0 1313 92 LandiÅ allt 1969 362"
Heimild: Lögreglan á Norðurlandi eystra.