80 keppendur í Kjörbúðarmótinu í blaki

Í gær fór fram Kjörbúðarmót Blakfélags Fjallabyggðar í yngri flokkum. Mótið heppnaðist mjög vel en til leiks mættu 22 lið frá þremur félögum; BF, KA og Völsung. Í heildina voru keppendur á mótinu um 80. Yngri flokka blak er spilað með nokkrum útgáfum, eftir getu og aldri.  Mjög lítið er um meiðsli í blaki miðað við aðrar boltaíþróttir, og allir geta spilað blak.
Fjögur lið tóku þátt í “Kasta og grípa” stiginu, sex lið spiluðu blak þar sem bolti númer tvö var gripinn og loks spiluðu 12 lið hefðbundið þriggja manna blak.
Allir keppendur fengu páskaegg í mótslok.
Myndir með frétt frá Blakfélagi Fjallabyggðar.
May be an image of 19 manns og people standing