80 cm jafnfallinn snjór á Ólafsfirði

Heimamenn á Ólafsfirði og Siglufirði hafa ekki séð meiri snjó í 10 ár en á Ólafsfirði mældist í dag 80 cm jafnfallinn snjór. Snjóflóðaeftirlitsmenn hafa verið á vakt í allan dag en mikill snjór hefur þjappast saman í fjöllum á Tröllaskaga.

Frá því síðdegis í gær komust íbúar Fjallabyggðar ekki landleiðina úr sveitarfélaginu í nærri sólarhring  vegna snjóflóðahættu á veginum um Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi. Almannavarnir hafa nú aflýst óvissustigi og var vegurinn um Ólafsfjarðarmúla opnaður eftir hádegi í dag. Siglufjarðarvegur norðan Siglufjarðar er hinsvegar enn lokaður og verður ekki mokað fyrr en í birtingu á morgun.

Heimild: ruv.is 26.01.12.