8 í einangrun og 332 í sóttkví á Norðurlandi vestra

Alls eru 8 í einangrun á Sauðárkróki og 332 í sóttkví á öllu Norðurlandi vestra.  Á Norðurlandi eystra er 1 í einangrun og tveir í sóttkví. Nokkrar reglur um sóttkví sem vert er að minnast á.

Í sóttkví má:
Fara í stutta gönguferð i nágrenni sóttkvíarstaðar
Nota flugrútu, einkabíl og leigubíl í ferð frá flugvelli
Fara til læknis en hringja fyrst
Í sóttkví má ekki:
Umgangast annað fólk
Vera í fjölmenni
Nota strætó, innanlandsflug og almenningssamgöngur
Fara í bíltúr
Fara í búðir eða á veitingastað
Búa í húsbíl/tjaldvagni
Dvelja á farfuglaheimili
Fara á ferðamannastaði
Fara á gosstöðvarnar
Frekari upplýsingar eru á covid.is

Myndlýsing ekki til staðar.