8 börn á nýrri leikskóladeild í Varmahlíð

Sveitarfélagið Skagafjörður brást hratt við þegar bregðast þurfti við brýnum vanda foreldra ungra barna í Varmahlíð vegna dagvistunarmála. Aðeins tók fimm mánuði frá því að ákvörðun um framkvæmdina var tekin og þar til nýja deildin var opnuð. Ný deild við leikskólann Birkilund í Varmahlíð heitir Reyniland og eru þar nú 8 börn. Húsnæðið var áður notað sem pósthús. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir. Framkvæmdum við lóð lýkur í vor með frágangi og uppsetningu á leiktækjum sem er verið að leita tilboða í. Deildin var opnuð þann 17. mars síðastliðinn.

Síðastliðinn þriðjudag var svo opið hús á Reynilandi þar sem fólki bauðst að koma og skoða nýju deildina. Þar mættu foreldarar, starfsfólk, íbúar svæðisins, sviðsstjórar fjölskyldusviðs og veitu- og framkvæmdasviðs og sveitastjórnarfulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Verktakinn við framkvæmdirnar var Trésmiðjan Borg.

birkilundur