Segul 67 open golfmótið var haldið í gær á Siglógolf á Siglufirði. Spilað var texas scramble og voru 74 kylfingar í 37 liðum sem tóku þátt. Þessir kylfingar voru skráðir í 16 mismunandi golfklúbba víðsvegar um landið og sumir komnir langt að til að taka þátt í þessu stóra og vinsæla móti.
Ræst var út í tveimur hópum vegna fjölda liða, en fyrri hópur fór kl. 9 og seinni 14:15. Þá voru 26 lið ræst út í fyrri hópi. Leiknar voru 18 holur.
Verðlaun:
- Keppt er um fyrstu 3 sætin.
- Nándarverðlaun á par 3 brautum.
- Lengsta drive í karla og kvennaflokki.
Úrslit:
Liðið Stasý var í 1. sæti á 64 höggum. (Jósefína Benediktsdóttir og Þorsteinn Jóhannsson úr GSK)
Í 2. sæti var F7 á 66 höggum. (Hildur Nielsen og Sigurður Sigurjónsson, úr GK).
Í 3. sæti var Haltur leiðir blindan á 66 höggum einnig. (Þorleifur Gestsson og Brynjar Heimir Þorleifsson úr GFB)
Öll úrslit: