74% á móti nýjum golfvelli í Dalvíkurbyggð

Niðurstöður úr rafrænni könnun sem gerð var hjá Dalvíkurbyggð sýnir að meirihluti, eða 287 af 386 vilja ekki að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli í Dalvíkurbyggð. Nei sögðu 287 eða  74,35% en já sögðu 99 eða 25,65%.  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að beina því til Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar að hlustað verði á raddir fólksins við vinnu við deiliskipulagið við fólkvanginn, þegar að því kemur, þar sem að vilji fólksins er skýr úr ofangreindri könnun.