73 eignir til sölu í Fjallabyggð

Í dag eru 73 fasteignir til sölu í Fjallabyggð samkvæmt tölum frá fasteignavef Mbl.is. Í Ólafsfirði eru 41 eign á sölu en á Siglufirði eru 32 eignir. Fimm af þessum 73 eignum eru atvinnuhúsnæði. Á Dalvík eru 46 eignir til sölu, þar af 6 eignir sem eru atvinnuhúsnæði. Á öllu Norðurlandi eru 1198 eignir til sölu. Á Siglufirði er til dæmis hægt að kaupa 10 herbergja einbýlishús fyrir 26 milljónir. Húsin eru í misjöfnu ástandi en ekki er óalgengt að það taki nokkur ár að selja eignir á þessu svæði.

6c93a8939f4a1f2024f09736207be258db449041