Pæjumóti Sparisjóðs Siglufjarðar og Rauðku lauk á sunnudag og þótti mótið takast mjög vel þótt veðrið hafa sett strik í reikninginn á föstudeginum, en miklar skúrir voru á svæðinu og var hluti mótsins færður til Ólafsfjarðar á laugardag og sunnudag. 70 lið eða um 500 keppendur tóku þátt í mótinu og skemmtu sér konunglega. Þetta var í 24. skipti sem Pæjumótið fer fram á Siglufirði og setur mótið alltaf mikinn svip á bæjarlífið. Á næsta ári er því 25 ára afmæli Pæjumótsins.

Spilaðir voru 315 knattspyrnuleikir þar sem hvert lið spilaði 9 leiki. Hér má sjá lista yfir efstu þrjú sætin í hverjum flokki:

  • 6A: Stjarnan 1 – Fylkir 1 – FH 1
  • 6B: Snæfellsnes 1 – Valur 2 – Stjarnan 3
  • 6C: Víkingur 1 – Víkingur 2 – KA 2
  • 6D: Þróttur R 2 – Snæfellsnes 2 – KA 3
  • 6E: Valur 4 – Þór 3 – Þróttur R 3
  • 7A: Þór 1 – KA 1 – Víkingur 1
  • 7B: Víkingur 3 – Fram 1 – Víkingur 2
  • 7C: Fram 2 – Þór 3 – KA 3 og 5
  • 7D: Valur 2 – KA 4 – Víkingur 5

14870624342_d28e73f819_z