68 í sóttkví í Dalvíkurbyggð
Alls eru í dag 68 í sóttkví í Dalvíkurbyggð samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þá eru 23 í einangrun í Dalvíkurbyggð. Á Siglufirði er 1 í einangrun og í Ólafsfirði er einn í sóttkví.
Alls eru núna 139 í einangrun á öllu Norðurlandi og 257 í sóttkví.