67 án atvinnu í Fjallabyggð

Alls voru 67 manns án atvinnu í Fjallabyggð í nóvember 2020. Voru það 35 karlar og 32 konur. Atvinnuleysi mælist nú 6,3% í Fjallabyggð.

Í Dalvíkurbyggð eru 65 án atvinnu, Í Hörgársveit eru 30, á Akureyri eru 734, í Norðurþingi eru 199 og í Eyjafjarðarsveit eru 30 án atvinnu. Í Skagafirði eru 38 án atvinnu og 47 í Húnaþingi vestra.

Þetta kemur fram í tölum frá Vinnumálastofnun.