Síðasta sumar voru farþegar skemmtiferðaskipanna sem komu á Akureyrarhöfn samtals 66 þúsund, en sumarið 2013 verða farþegarnir líklega um 78 þúsund talsins, og er um 20% aukningu að ræða á milli ára. Stærstu skipin sem koma taka yfir 3.000 farþega en flest skipin stoppa aðeins í höfninni hluta úr degi. Stærri skip og fleiri farþegar hafa bókað sig næsta sumar og búist er við 78.000 farþegum í ár. 65 skip hafa bókað komu sína og kemur það fyrsta 4. júní og síðasta skipið er væntanlegt þann 11. september.

Tekjur Hafnasamlags Norðurlands á nýliðnu ári voru rétt um 300 milljónir króna. Tekjurnar vegna skemmtiferðaskipa voru um 100 milljónir króna á árinu 2012.

Nöfn og stærð skipanna má sjá á heimasíðu Akureyrarhafnar, port.is hér.

Akureyri20050524132807434

Myndir frá www.port.is