617 í sóttkví á öllu Norðurlandi

Alls eru 617 manns í sóttkví á öllu Norðurlandi. Á Norðurland eystra er mestur fjöldi, en þar eru 578 í sóttkví og 95 í einangrun. Á Norðurlandi vestra eru 39 í sóttkví og 8 í einangrun.

Alls eru 388 í sóttkví á Akureyri og 156 í Dalvíkurbyggð. Þá eru 75 í einangrun á Akureyri.