60 manna Björgunarlið er við leit á Siglufirði að Grétari Guðfinnssyni, 45 ára gömlum manni sem saknað hefur verið síðan 6. febrúar. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði taka kafarar þátt í leitinni auk þess sem leitað er úr bátum og fjörur gengnar.

Leitin hófst um tíu leytið og er aðeins umfangsmeiri en síðustu daga. Engar vísbendingar hafa fundist aðrar en úlpa og veski með skilríkjum hans sem fundust í fjörunni norðan við bæinn fljótlega eftir að leit að Grétari hófst fyrst. Þetta kemur fram á heimasíðu Rúv.is