60 danskir kennarar heimsóttu skóla á Norðurlandi

Hópur 60 kennara frá Álaborg heimsóttu Menntaskólann á Tröllaskaga í síðustu viku. Markmið dönsku kennarana var að kynna sér kennslu í upplýsingatækni, nýsköpun og stafrænum lausnum í skólum á Norðurlandi.

Hópurinn fór að auki í Háskólann á Akureyri, Hrafnagilsskóla, Giljaskóla og Naustaskóla en ekki síst VMA þar sem kennararnir kynna sér Fab Lab Akureyri.

Þetta kemur fram á vef mtr.is.