6. flokkur stúlkna hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar sigraði örugglega C-liðs keppnina á Goðamótinu s.l. helgi. Spilað var í fimm manna liðum í fyrsta skipti. Í liðinu voru fjórar stúlkur frá Siglufirði, Anna Brynjar, Birna, Dómhildur, Halldóra Helga og tvær stúlkur frá Dalvík, Antonía og Harpa. Liðið sigraði í sjö leikjum af átta og gerði eitt jafntefli. Þetta kemur fram á heimasíðu KF, www.kfbolti.is
Úrslit leikja:
- KF-HK 4-1
- KF-KA 3-1
- KF-Þór 3-0
- KF-Þór2 6-3
- KF-Völsungur 5-2
- KF-Breiðablik 1-1
- KF-Valur 3-1
- Úrslitaleikur
- KF-HK 2-0