Um helgina fer fram Sigló Hótel – Benectamót Blakfélags Fjallabyggðar.  Alls munu 59 lið taka þátt í mótinu og verður spilað í tíu deildum og spilaðir 145 leikir.
Á morgun, föstudaginn 28. febrúar byrja fyrstu leikir kl. 17:55 og þeim síðustu lýkur um kl. 23:00. Á laugardeginum hefjast leikir kl. 08:00 og þeim lýkur um kl. 16:00 í Ólafsfirði en um kl. 18:00 á Siglufirði. Blakfélag Fjallabyggðar verður með 7 lið á mótinu og Leiftur verður með eitt lið.

Um kvöldið er verðlaunaafhending í Bátahúsi Síldarminjasafnsins og loks lokahóf á Rauðku á Siglufirði.
Búast má við um 400 keppendum sem eru að koma víðs vegar af landinu.
Íbúar eru hvattir til að mæta og hvetja liðin áfram.