Alls eru núna 575 í einangrun með covid á Norðurlandi, þar af 516 á Norðurlandi eystra. Þá eru alls 1158 í sóttkví á Norðurlandi, þar af 1068 á Norðurlandi eystra.

Samkvæmt heimasíðu Dalvíkurbyggðar þá eru 20 í einangrun og 43 í sóttkví í sveitarfélaginu.

Þá voru alls 1151 smit innanlands í gær og 145 á landamærum. Þá eru 40 á sjúkrahúsi vegna covid og 4 á gjörgæslu.