57 nýjir umsækjendur í Menntaskólann á Tröllaskaga

Nú hafa 57 sótt um skólavist næsta vetur hjá MTR en auk þess eru nokkrir nemendur úr 10. bekk með skólann sem sitt annað val. Umsóknir fara í ákveðið ferli sem skilgreint er af mennta- og menningarmálaráðuneyti í reglugerð Nr. 204/2012.

Gera má ráð fyrir að hluti þeirra sem sækir um nám skili sér síðan ekki í haust þannig að umsóknartalan segir ekki allt um nemendafjölda næsta vetur.

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur ákveðin nemendaígildi sem úthlutað er af Alþingi, eitt nemendaígildi er nám nemanda í fullu námi á einu almanaksári. Fjárveitingar til skólans byggja á nemendaígildunum. Því fer nemendafjöldi ekki eftir nemendaígildunum þar sem allir eru ekki í fullu námi.

Nemendur sem voru skráðir í skólann á vorönn 2012 hafa skólavist hafi þeir skilað inn valblaði og verður gert ráð fyrir þeim til náms í haust.

Þeir sem eru ekki að koma úr 10. bekk geta gert ráð fyrir svörum um skólavist í næstu viku.