Alls voru 57 án atvinnu í Fjallabyggð í september 2020. Þá mældist atvinnuleysi 5,36%. Mestur fjöldi á þessu ári var án atvinnu frá mars-maí, en þá voru um 70-71 án atvinnu í sveitarfélaginu.

Alls voru 57 án atvinnu í Dalvíkurbyggð í september 2020. Þá mældist atvinnuleysi 6.02%. Í ágúst voru 36 án atvinnu og 3,77% atvinnuleysi. Atvinnuleysi í Dalvíkurbyggð fór hæst í 7,02% í mars mánuði.  Þetta kemur fram í gögnum frá Vinnumálastofnun.

Á Akureyri voru 624 án atvinnu í september, 67 í Sveitarfélaginu Skagafirði og 162 í Norðurþingi.

Verst er staðan í Skútustaðahreppi en þar er 15,89% atvinnuleysi, og einnig í Norðurþingi, þar er 9,05 atvinnuleysi.

Þetta kemur fram í gögnum frá Vinnumálastofnun.

Mynd: Héðinsfjörður.is /Magnús Rúnar Magnússon