55.000 heimsóknir í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar 2015

Gestir Íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar voru um 55.000 árið 2015, samanborið við ríflega 53.000 gesti árið 2014. Aukin aðsókn skýrist fyrst og fremst í líkamsrækt og skóla- og íþróttaæfingum samkvæmt upplýsingum frá Íþrótta- og æskulýðsráði Dalvíkurbyggðar. Gestum í sund fækkaði um tæp 2.000 á milli ára sem skýrist að mestu vegna veðurs.