Alls bárust 54 umsóknir um 10 sumarstörf sem Fjallabyggð fékk úthlutað frá Vinnumálastofnun, en flestir umsækjendur uppfylltu ekki skilyrði um ráðningu. Ráðið var í 8 störf.

Þrjú af störfunum fóru til styrktar stofnana í Fjallabyggð, tveir til Síldarminjasafnsins og einn í Skúlptúragarðinn við Alþýðuhúsið. Eitt starf fer í markaðsvinnu í sveitarfélaginu og hugsanlega líka í Listasafn Fjallabyggðar. Eitt starf verður við félagslega þátttöku eldri borgara. Þá verða þrjú störf við fegrun umhverfis og ásýndar sveitarfélagsins.

Kostnaður Fjallabyggðar við 8 störf í tvo mánuði er áætlaður kr. 3.312.000.