Nikulásarmótið í knattspyrnu fór fram í Fjallabyggð á sunnudaginn. Alls voru 52 lið mætt og 330 keppendur til að spila í 6.-8. flokki. Leikið var í 2×7 mínútur. Mótið tókst mjög vel þrátt fyrir örlítinn kulda. Leikir hófust kl.11:00 á átta völlum og öllum leikjum var lokið kl 15:20. Að loknu móti fengu allir keppendur mótsgjöf frá VÍS, verðlaunapening og að lokum voru um 500 hamborgarar grillaðir fyrir svanga keppendur.

nikulas_6