5,2% atvinnuleysi í Fjallabyggð í maí

Dregið hefur úr atvinnuleysi í Fjallabyggð á þessu ári en atvinnuleysi mældist 5,2% í maí, og hefur ekki verið lægra síðan í ágúst 2020, en þá var atvinnuleysi 5%.  Alls eru 55 án atvinnu í Fjallabyggð en voru 64 í apríl. Í maí voru 32 karlar og 23 konur sem voru án atvinnu.

Í Dalvíkurbyggð voru 58 án atvinnu og mælist atvinnuleysi þar í maí 5,8%.

Á Akureyri voru 572 án atvinnu í maí og mælist atvinnuleysi 5,5%.

Í Skagafirði voru 50 án atvinnu í maí og mælist atvinnuleysi aðeins 2,2%.