Handverkshátíð 2012 á Akureyri

Nú gefst handverksfólki og hönnuðum kostur á að sækja um aðstöðu á sýningarsvæði Handverkshátíðar 2012. Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k. Fylla má út rafrænt umsóknareyðublað á handverkshatid.is.

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla á Akureyri verður haldin í 20. sinn dagana 10.-13. ágúst 2012.
Opið 12-19 föstudag til mánudags.

Allar nánari upplýsingar gefur Ester Stefánsdóttir : handverk@esveit.is
eða í síma 824-2116