500 unglingar í Ólafsfirði á söngkeppni Samfés

Norðurlandshlutakeppni söngkeppni Samfés var haldinn á föstudaginn sl. Í ár var keppnin haldin í íþróttamiðstöðinni við Tjarnarstíg í Ólafsfirði. Fulltrúi Neon var Sigríður Alma Axelsdóttir, en hún var ein af þeim 5 keppendum sem fékk sæti á söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöllinni 2. mars nk.

Alls eru 18 félagsmiðstöðvar á þessu svæði, en ár tóku 13 þátt. Mikil spenna og gleði ríkti þegar yfir 500 unglingar mættu á svæðið ásamt á fimmta tug starfamanna. Keppendur voru af öllum gerðum, allt frá því að vera einstaklingar og strákahópar, með undirspil á disk, í það að vera með fullskipaða hljómsveit, kontrabassa og fiðlur.

Heimild: www.fjallabyggd.is / Gísli Rúnar.