Hopp rafskúturnar hafa aðeins verið í Fjallabyggð í nokkrar vikur en nú þegar hafa verið eknar yfir 500 kílómetrar á þeim á Siglufirði og í Ólafsfirði. Þessi nýji fararmáti í Fjallabyggð fer því vel af stað og ljóst að íbúar kunna að meta þetta.

Alls eru 25 skútur sem komu í fyrstu sendingu en það er fjöldi sem verður endurmetinn eftir því hversu mikil notkun og eftirspurn verður á svæðinu.