50 konur í kvennahlaupi á Siglufirði

Kvennhlaupið fór fram við bestu aðstæður á Siglufirði um síðustu helgi.  Tæplega 50 konur tóku þátt að þessu sinni sem er svipað og í fyrra, en þátttakendum hefur fækkað töluvert í hlaupinu undanfarin ár.
Eftir létta upphitun var haldið af stað og lögðu flestar að baki 2,5 km og nokkrar létu ekki staðar numið fyrr en eftir 5 km.

Þegar komið var í mark beið Kristall og ávaxtahlaðborð ásamt ýmiskonar glaðningi frá styrktaraðilum hlaupsins og góð tónlist frá níunda áratugnum til að skapa réttu stemninguna.

13327508_899560156819903_6331704203139537229_n