Þórarinn Hannesson höfundur Gamansagna frá Siglufirði heldur útgáfuhóf á morgun, laugardaginn 19. júní í tilefni útgáfu 7. ritsins í þessari gamansagnaröð. Útgáfuhófið hefst kl. 16:00 í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði, þar sem höfundur mun lesa nokkrar vel valdar sögur úr nýja ritinu.
Sem fyrr eru nýjar og gamlar sögur í bland og koma ýmsir við sögu s.s. Raggi á Kambi, Barði Sæby, Árni Biddu, Hlöðver Sigurðs, Robbi Guðfinns, Fanney Birkis, Gerhard Smith, Gunnar Trausti o.fl. o.fl.
Hægt er að panta bókina með því að senda höfundi skilaboð í gegnum fésbókina.