Barna- og unglingastarfið hjá Blakfélagi Fjallabyggðar er í miklum blóma og eru yfir 50 krakkar á grunnskólaaldri að æfa undir handleiðslu Raul og Önnu Maríu og er greinilegt að þau eru að ná vel til krakkanna.
Nú um helgina fór fram Íslandsmótið í blaki hjá 5. flokki og var mótið haldið í Fagralundi í Kópavogi. Þrjú lið frá Blakfélagi Fjallabyggðar tóku þátt á mótinu og stóðu sig frábærlega. Lið í þessum aldursflokk spila fjögurra manna blak eftir mismunandi reglum eða stigum allt eftir því hversu langt þau eru komin. Tvö lið félagsins spiluðu á 3. stigi en þá er bolti númer tvo alltaf gripinn. Bæði liðin náðu frábærum árangri þar sem annað liðið sigraði og hitt lenti í 4. sæti. Þriðja lið félagsins spilaði á 4. stigi en það er hefðbundið blak og gerði liðið sér lítið fyrir og endaði í 2.sæti.
Í heildina spiluðu lið félagsins 39 hrinur á mótinu og sigraði 27 af þeim.
Stór hluti foreldra og systkina fylgdi liðinu og skapaðist góð stemning hjá hópnum.