5 milljón króna framlag fyrir Fiskidaginn mikla

Stjórn Fiskidagsins mikla hefur óskað eftir hækkun á árlegu framlagi Dalvíkurbyggðar til Fiskidagsins mikla. Óskað er eftir að árlegt framlag verði kr. 5.000.000 frá og með árinu 2012. Bæjarráð Dalvíkur hefur samþykkt að veita hækkun á styrkinum.