5. flokkur KF lék við Völsung

5. flokkur kvenna tók á móti Völsungi þann 5. júní á Ólafsfjarðarvelli. Veðurguðirnir voru ekki í liði með stelpunum því að kalt var í veðri og á einhverjum köflum í leiknum var rigning. En stelpurnar stóðu sig með miklum sóma og unnu góðan 2-1 sigur.

Staðan var 1-0 í hálfleik en það var Rut Jónsdóttir sem skoraði fyrir KF.  Stelpurnar voru oft á tíðum að spila fínan fótbolta sérstaklega í fyrri hálfleiknum.

Fljótlega í seinni hálfeik jöfnuðu gestirnir í Völsungi og staðan því orðin 1-1. Sunneva skoraði síðan sigurmark stelpnanna í KF og sætur sigur í höfn.

 

Áfram KF!