5. flokkur KF keppir á Goðamótinu

Goðamótið í knattspyrnu hófst á föstudaginn síðastliðinn. Alls senda 12 félög 42 lið til leiks að þessu sinni og því má búast við því að það verði líf og fjör í Boganum um helgina.

5. flokkur KF keppir á mótinu og hefur leikið nokkra leiki um helgina.  Knattspyrnufélag Fjallabyggðar byrjaði mótið vel og vann fyrsta leikinn gegn Þór 3-0 á föstudaginn var. Í dag lék KF þrjá leiki, sá fyrsti við Fram og fór sá leikur 3-3. Næsti leikur var gegn Hvöt og vannst hann 3-0. Síðasti leikur dagsins var gegn Breiðablik-2 og tapaðist hann 3-1. Á morgun sunnudag keppir lið KF við lið Einherja.

Viðbót:

KF vann lið Einherja í morgun, 17.  feb, lokastölur urðu 3-0 fyrir KF.

 

Myndir af mótinu má sjá hér á heimasíðu Þórs.