Fyrsta Vetrarmót tímabilsins hjá yngi flokkum KF/Dalvík fór fram um síðustu helgi þegar Goðamót Þórs hjá 5. karla fór fram í Boganum á Akureyri.
Sameiginlegt lið KF/Dalvík mætti með tvö lið og 18 leikmenn til taks. Alls tóku 60 lið þátt í mótinu frá 12 félögum. Mótið sjálft er 75. Goðamót Þórs frá upphafi.
Bæði liðin stóðu sig mjög vel innan vallar sem utan.
5. flokkur leikur í 7 manna bolta í 2×12 mínútur í senn.
KF/Dalvík-1 lék 5 leiki í sínum riðli, vann einn leik og tapaði fjórum. Skoruðu 7 mörk og enduðu í 5. sæti af sex liðum. Í úrslitaleikjunum vann liðið Val-3 örugglega 3-0. Síðasti leikurinn var svo gegn KA og vann KF hann 3-4. Vel gert hjá liðinu.
KF/Dalvík-2 léku 5 leiki í sínum riðli, unnu einn leik og gerðu tvö jafntefli. Liðið endaði í 4. sæti af sex í riðlinum og skoraði 8 mörk. Í úrslitakeppninni lék liðið við Breiðablik og vann KF/Dalvík 0-2. Seinni leikurinn var einnig gegn einu liði Breiðabliks, en sá leikur tapaðist 4-1.
Nánast allar helgar fram að jólum eru knattspyrnumót hjá yngri flokkum KF/Dalvíkur.
Eins og sjá má á búningunum þá er ekki kominn sameiginlegur búningur, heldur reyna menn að mæta í sínum bláá búning til móts. – Áfram Bláir!


