49 án atvinnu í Fjallabyggð

Alls voru 49 án atvinnu í Fjallabyggð í janúar 2018 og mælist nú 4,3% atvinnuleysi. Í desember 2017 voru 41 án atvinnu og mældist 3,7% atvinnuleysi og er því töluverð aukning á milli mánaða.  20 konur er án atvinnu en voru 21  í desember 2017. Alls eru 29 karlar án atvinnu en voru 20 í desember 2017. Í Dalvíkurbyggð eru 23 án atvinnu og er óbreytt á milli mánaða.  Alls eru 277 án atvinnu á Akureyri en voru 256 í desember 2017. Alls eru 31 án atvinnu í Sveitarfélaginu Skagafirði en voru 20 í desember 2017.

Ólafsfjörður