Alls voru 48 án atvinnu í Fjallabyggð í ágúst 2021. Atvinnuleysi mælist nú 4,5% í Fjallabyggð. Alls eru núna 28 karlar og 20 konur án atvinnu í Fjallabyggð.

Alls voru 30 manns án atvinnu í Dalvíkurbyggð í ágúst 2021.  Alls voru 14 karlar og 16 konur án atvinnu í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú 2,9% í Dalvíkurbyggð.

Atvinnuleysi á Akureyri mælist 3,5% en atvinnuleysi í Skagafirði mælist aðeins 1,5%. Á Skagaströnd er atvinnuleysi nú 5.0%.

Atvinnuleysi mælist nú 5.1% á öllu Norðurlandi eystra. Aðeins 1,4% atvinnuleysi er á Norðurlandi vestra.

Tölulegar upplýsingar koma frá Vinnumálastofnun.