47 tóku þátt í Bæjarkeppni í golfi milli GHD og GFB

Bæjarkeppni Golfklúbbsins Hamars Dalvík og Golfklúbbs Fjallabyggðar var haldin síðastliðinn þriðjudag á Arnarholtsvelli í Dalvíkurbyggð. Alls tóku 47 keppendur þátt í þessu skemmtilega móti. GHD vann með 148 punktum gegn 140 hjá GFB. Leiknar voru níu holur í þessu móti.

8 bestu punktar töldu fyrir hvort lið.

GFB kylfingar Punktar
Björg Traustadóttir 20
Friðrik Hermann Eggertsson 19
Ármann Viðar Sigurðsson 18
Sara Sigurbjörnsdóttir 17
Dagný Finnsdóttir 17
Konráð Þór Sigurðsson 17
Björn Kjartansson 17
Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir 15
Samtals 140

GHD kylfingar Punktar
Indíana Auður Ólafsdóttir 21
Sigurður Jörgen Óskarsson 20
Snævar Bjarki Davíðsson 19
Heiðar Davíð Bragason 18
Aðalsteinn M Þorsteinsson 18
Sigurður Jóhann Sölvason 18
Dónald Jóhannesson 17
Hlín Torfadóttir 17
Samtals 148