465 nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Í upphafi skólaárs eru nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga 465. Það eru nokkru fleiri nemendur en áður og er mikill meirihluti nemenda fjarnemar. Þeir búa vítt um land, en flestir við Faxaflóa og svo nokkrir í öðrum löndum. Fjölmennasta brautin er félags-og hugvísindabraut með 205 nemendur, á listabraut eru 56, en 53 á kjörnámsbraut. Nokkrir grunnskólanemar eru skráðir í einstaka inngangsáfanga.

Það eru ákveðin forréttindi fyrir íbúa í Fjallabyggð að geta sótt sér nám í heimabyggð. Ekki eru mörg ár síðan ungt fólk fór ýmist til Skagafjarðar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólann á Akureyri, Verkmenntaskólann á Akureyri eða enn lengra frá heimabyggð til að sækja sér menntun.