45 útskrifaðir frá MTR

Í dag útskrifar Menntaskólinn á Tröllaskaga nemendur í 16. sinn.  Útskrifaðir verða 45 nemendur eða fleiri en í nokkurri annarri útskrift skólans. Í fyrsta skipti verða nemendur af fisktæknibraut skólans útskrifaðir. Athöfnin fer fram í Hrafnavogum, nýjum sal skólans.

Tuttugu brautskráðust eftir tveggja ára nám á fisktæknibraut og er þetta í fyrsta sinn sem nemendur ljúka námi af henni.

Sjö nemendur útskrifuðust af félags- og hugvísindabraut, sex af íþróttabraut, þrír af náttúruvísindabraut, þrír af listabraut, þrír luku viðbót við starfsnám til stúdentsprófs og þrír útskrifuðust af starfsbraut.