Þriðja Norðurlandsmótaröðin í golfi var haldin á Skeggjabrekkuvelli Golfklúbbs Fjallabyggðar í Ólafsfirði 25. júlí síðastliðinn. Alls voru 45 kylfingar með á mótinu. Leikið er 9 holur og 18 holur, eftir aldri unglinganna. Veitt voru verðlaun í höggleik og flesta punkta hjá stúlkum og drengjum. Vippkeppni var eftir hringinn fyrir hvern aldursflokk. Flestir kylfingar komu frá GA á Akureyri, eða 21. Þá voru 10 kylfingar hjá GFB úr Fjallabyggð, 10 frá GSS á Sauðárkróki og 4 frá GHD á Dalvík. Punktar voru ekki skráðir á Golf.is og eru því ekki birtir hér.

Úrslit í höggleik:

Í flokki drengja 15.-18. ára var Hafsteinn Guðmundsson frá GHD á 77 höggum.

Í flokki drengja 14 ára og yngri var Ágúst Þorvaldsson frá GA í 1. sæti á 68 höggum.

Í flokki stúlkna 14 ára og yngri var Bryndís Eva Ágústsdóttir frá GA í 1. sæti á 78 höggum.

Í flokki drengja 12 ára og yngri var Kristófer Áki Aðalsteinsson frá GA í 1. sæti á 47 höggum

Í flokki stúlkna 12 ára og yngri var Embla Arnsteinsdóttir frá GA í 1. sæti á 64 höggum.

Þá voru 12 drengir í byrjendaflokki sem tóku þátt og ein stelpa.