45 án atvinnu í Fjallabyggð

Alls voru 45 manns án atvinnu í Fjallabyggð í maí 2019 og fækkaði um 4 á milli mánaða. Alls voru þetta 26 karlar og 19 konur. Atvinnuleysi mælist nú 4,1% í Fjallabyggð.

Í Dalvíkurbyggð voru alls voru 25 án atvinnu í maí 2019, og jókst um tvo frá mánuðinum á undan. Atvinnuleysi mælist nú 2,3% í Dalvíkurbyggð. Alls eru 14 karlar og 11 konur án atvinnu í maímánuði í Dalvíkurbyggð.

Á Akureyri voru 298 án atvinnu í maí, í Norðurþingi voru 56 og í Sveitarfélaginu Skagafirði voru 19 án atvinnu.