Það voru 448 keppendur í ár á 29. Strandarmótinu á Dalvík um helgina. Leikið var á 10 völlum á Dalvíkurvelli í ár. Allir keppendur fengu þátttökupening og tvær mótsgjafir, buff og derhúfu. Strandarmótið heldur áfram að vaxa og dafna þrátt fyrir mikinn fjölda móta í boði fyrir yngri iðkendur knattspyrnunnar.
Tilgangur mótsins er að gefa yngstu fótboltaiðkendunum tækifæri til að koma saman og hafa gaman í fótbolta.
Upphafskonur Strandarmótsins voru nokkrar fótboltamömmur sem áttu syni sem vildu komast á mót og hitta fótboltakrakka frá öðrum félögum.
30. Strandarmótið verður haldið að ári liðnu í Dalvíkurbyggð.