42 atvinnulausir í Fjallabyggð í lok maí

Atvinnuleysi var í maí mánuði 3,3% á Norðurlandi eystra en 3,6% yfir landið samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar og hefur ekki verið lægra síðan á haustmánuðum 2008. Þannig lækkaði atvinnuleysi um hálft prósentustig milli mánaða og voru 508 færri einstaklingar atvinnulausir í maí heldur en apríl en þarf af voru aðeins 74 konur sem fengu vinnu af þeim hópi. Í Fjallabyggð eru 42 atvinnulausir, þar af 22 konur. Í Dalvíkurbyggð eru 29 atvinnulausir, 17 karlar og 12 konur. Á Akureyri eru 326 atvinnulausir, 137 karlar og 189 konur. Skýrslu Vinnumálastofnunar má sjá hér.