42 án atvinnu í Fjallabyggð

Alls eru 42 án atvinnu í lok mars 2018 í Fjallabyggð. Þar af eru 25 karlar og 17 konur. Atvinnuleysi í Fjallabyggð mælist nú 3,7% en var 4,4% í lok febrúar. Í Fjallabyggð eru 1099 manns starfandi á vinnumarkaði.

Í Dalvíkurbyggð eru 25 án atvinnu, Í Skagafirði eru einnig 25 án atvinnu, á Akureyri eru 263 án atvinnu. Upplýsingar koma úr gögnum Hagstofu Íslands.