41 atvinnulaus í Fjallabyggð í desember

Alls voru 41 án atvinnu í Fjallabyggð í desember 2017, þar af voru 20 karlar og 21 kona.  Atvinnuleysi mælist nú 3,7% í Fjallabyggð en var 3,4% í nóvember 2017. Í Dalvíkurbyggð voru 23 atvinnulausir í desember 2017 en voru 29 í nóvember 2017. Mælist atvinnuleysi í Dalvíkurbyggð nú 2,3%. Þá voru 256 atvinnulausir á Akureyri en voru 250 í nóvember 2017. Alls voru 20 án atvinnu í Skagafirði í desember 2017 en voru 19 í nóvember og október.