4000 gestir á Síldarminjasafninu í júní

Á Síldarminjasafninu á Siglufirði var slegið aðsóknarmet í júnímánuði þegar tæplega 4.000 gestir heimsóttu safnið og er það um 40% aukning frá síðasta ári. Þá fjölgaði erlendum gestum sömuleiðis um rúm 15% á milli ára. Mikil vinna hefur verið lögð í markaðssetningu á safninu og er mikil aukning í skipulögðum ferðum hópa sem og óskipulögðum ferðum, þar sem einstaklingar ferðast um landið á eigin vegum. Að auki komu sex skemmtiferðaskip til Siglufjarðar í júní.

Í júlí koma sjö skemmtiferðaskip til Siglufjarðar með fjölda gesta.  Þá tekur síldargengið þátt í Norrænni strandmenningarhátíð á Álandseyjum þar sem settar verða upp fimm söltunarsýningar á þremur dögum. Þá verður Síldarævintýrið í lok mánaðarins á Siglufirði.

Síldarminjasafnið